Snertill - Hlíðasmári 10 - 201 Kópavogur
+354-5540570

Á döfinni

Hér fyrir neðan birtast upplýsingar um helstu námskeið og viðburði hjá Snertli á komandi mánuðum.
Námskeiðin eru öll háð lágmarksþátttöku og þess vegna um að gera að skrá sig eða láta vita af áhuganum.  Námskeiða fyrir Autodesk hugbúnað með eða án stuðningsforrita frá Symetri, AGACAD ofl. Einnig gott úrval námskeiða fyrir Novapoint, Cadett ELSA ofl. hugbúnaði.

Hugmyndir eða óskir um námskeið, sérsniðin og/eða vefnámskeið? Endilega hafið samband í síma 554 0570 eða með tölvupósti á snertill(hjá)snertill.is.

Markmið námskeiða Snertils eru að nemendur nái góðum og jafnframt víðtækum tökum á þeim hugbúnaði sem kennt er á, fái innsýn inn í tengd kerfi og öðlist þar með dýpri skilning á hugtakinu BIM þegar það á við. Vinna verður í kjölfarið skilvirkari og nákvæmari sem skilar sér fljótt og örugglega í verðmætasköpun fyrir framtíðarverkefni fyrirtækisins.

Góð þekking starfsfólks á hugbúnaði er einhver mikilvægasti hlekkurinn í bættri framlegð fyrirtækja.

Öll námskeiðin eru háð lágmarksþátttöku. Við tökum við skráningum núna!

Revit Architecture – grunnur

Námskeiðið höfðar til arkitekta, byggingafræðinga og tækniteiknara á sviði mannvirkjahönnunar.

Lengd námskeiðs:
20 kennslustundir (fimm dagar, fyrir hádegi, frá kl. 8.30 – 12.30)

Verð:
Kr. 150.000,-
(Afsláttur stéttarfélaga er allt að 70% á námskeiðsgjöldum).

Námskeiðslýsing:
Grunneiginleikar Revit kenndir við hönnun og gerð 3D byggingarlíkans, skráningu útlistuð og –töflugerð. Á námskeiðinu verður Reforma, íslensk aðlögun fyrir Revit, einnig notað. En þar má finna gagnamöppur og forstillt sniðmát sem koma mannvirkjahönnuðum fyrr í gang. Einnig verður farið í sjónsköpunargerð þar sem byggingarlíkanið er renderað og sýnt hvernig nota má forritið í gerð skuggavarps o.fl..

Eftir að námskeiði geta nemendur:

 • Útskýrt ávinninginn með notkun BIM aðferðafræðinnar
 • Nýtt sér grunneiginleika Revit kerfisins
 • Útskýrt muninn og unnið með System, Standard og In place Families
 • Búið til magntölur út frá 3D líkani s.s. efnis- og magntöluskrár fyrir veggi, glugga hurðir ofl.
 • Notað ýmis framsetningarverkfæri fyrir sjónsköpun byggingarinnar.
 • Búið til blöð og parametríska teikniramma til útprentunar fyrir byggingarlíkan sem inniheldur mismunandi birtingarþema, skýringartákn, merkingar, töflur og framköllunartákn í snið-, ásýndar- og deilimerkingum o.fl.

Í Reforma fyrir Revit er að finna safn fullgerðra byggingahluta, -merkinga og -teikniblaða ásamt flýtilyklum, efnismyndaskrár, hjálpargögn og leiðbeiningar. Þar má finna forsniðið grunnskjal sérsniðið til notkunar í íslenskum verkefnum, fyrir húsa-hönnuði, fasteignaeigendur og verktaka.

Upplýsingar um Reforma má finna hér.

Grunnþekking fyrir námskeið:
Grunnkunnátta í Windows.

Kennari:
Jón Sigbjörnsson

Kennsluefni:
Kennt er á íslensku en námsefni á sænsku eða norsku.

Námskeiðshald er háð lágmarksþátttöku.
Námskeiðin eru skipulögð og unnin í samstarfi við NTV.
Skráning á vefsíðu NTV – SKRÁNING

Markmið námskeiðsins er að þátttakendur nái góðum og jafnframt víðtækum tökum á þeim hugbúnaði sem kennt er á, fái innsýn inn í tengd kerfi og öðlist þar með dýpri skilning á hugtakinu BIM þegar það á við. Vinna verður í kjölfarið skilvirkari og nákvæmari sem skilar sér fljótt og örugglega í verðmætasköpun fyrir framtíðarverkefni fyrirtækisins.

Góð þekking starfsfólks á hugbúnaði er mikilvægasti hlekkurinn í bættri framlegð fyrirtækja.

Revit Structure – grunnur

Námskeiðið höfðar til verk- og tæknifræðinga á sviði burðarvirkis.

Lengd námskeiðs:
20 kennslustundir (fimm dagar, eftir hádegi, frá kl. 13.00 – 17.00).

Verð:
Kr. 150.000,-
(Afsláttur stéttarfélaga er allt að 70% á námskeiðsgjöldum).

Námskeiðslýsing:
Tveir dagar af grunnkennslu í Revit og einn dagur dagur af kennslu í styrkingu. Uppbygging á 3D-líkani. Lagfæringar og breytingar. Grafískt sjónarhorn af líkani. Kynning á object creation. Aðferðir við samvinnu í einu og sama módelinu. Málsetningar og LETTER. Skila teikningum í 2D. Á námskeiðinu verður Naviate Structure (Isy CAD Rebar með „íslenskum“ járnum, beygjum, magnskrá ofl.) einnig notað. Afrita skjái, coordinates, worksharing, magnskrár, útprentun ofl.

Dagur 1 – 3
Heildarmyndin er varðar grunnatriði og flæði með Revit módel. Kennt á undirstöðuatriði er varðar uppbyggingu á módeli, breytingar og aðlögun, magntaka og verkstýringu. Þátttakandinn verður fullfær til þess að taka þátt í verkefnum með reyndari notendum Revit.

Dagur 3 – 5
Notandinn hefur prófað og getur notað öll helstu verkfæri og fengið kynningu á verkflæði í kringum Revit model. Þar má nefna vinna við teikningar, prentun, export, járnbendingu, deili, búa til og sýsla með families. Járnbindingar með Naviate Structure (Isy CAD Rebar).

Upplýsingar um Naviate Structure má finna hér.

Grunnþekking fyrir námskeið:
Grunnkunnátta í Windows og CAD vinnumhverfinu.

Kennari:
Jón Sigbjörnsson

Kennsluefni:
Kennt er á íslensku en námsefni á sænsku eða norsku.

Námskeiðshald er háð lágmarksþátttöku.
Námskeiðin eru skipulögð og unnin í samstarfi við NTV.
Skráning á vefsíðu NTV – SKRÁNING

Markmið námskeiðsins er að þátttakendur nái góðum og jafnframt víðtækum tökum á þeim hugbúnaði sem kennt er á, fái innsýn inn í tengd kerfi og öðlist þar með dýpri skilning á hugtakinu BIM þegar það á við. Vinna verður í kjölfarið skilvirkari og nákvæmari sem skilar sér fljótt og örugglega í verðmætasköpun fyrir framtíðarverkefni fyrirtækisins.

Góð þekking starfsfólks á hugbúnaði er mikilvægasti hlekkurinn í bættri framlegð fyrirtækja.

Autodesk 3ds Max með V-Ray

Modeling Impressive Architectural Exteriors in 3ds Max and V-Ray.

Námskeiðið höfðar til arkitekta, grafískra húsa- og lýsingarhönnuða.

Lengd námskeiðs:
16 kennslustundir (tveir dagar eða fjórir hálfir dagar eftir hádegi).

Verð:
Kr. 120.000,-
(Afsláttur stéttarfélaga er allt að 70% á námskeiðsgjöldum).

Námskeiðslýsing:
Á þessu námskeið er farið yfir öll helstu grunnatriði í þessu vinsæla grafíska þrívíddarforriti.
Markmið námskeiðsins er að kynna fyrir þátttakendum sem flest af því sem 3dsMax bíður uppá. Farið er yfir viðmótið, módelingu og einfalda áferðavinnu. Kvikun á bæði hlutum og myndavélum auk þess sem farið er yfir bæði ljós og renderingar. Þetta námskeið hentar vel fyrir þá sem vilja kynnast sem flestum þáttum þrívíddarvinnslu og sérstök áhersla er lögð á „Tips´n Tricks“ til að flýta vinnuferlum til dæmis við gerð myndbanda fyrir arkitekta.
Einnig verður V-Ray, viðbót á 3ds Max, notað við renderingar.

Autodesk 3ds Max is designed as the premier tool set for creating 3D architectural visualization structures and scenes.  CGschool offers a special video training bundle on modeling, lighting, animation for beginners and intermediate users while offering advanced courses on optimization and modeling.

Grunnþekking fyrir námskeið:
Grunnkunnátta í Windows og CAD vinnumhverfinu er góður kostur.

Kennari:
Ari Knörr, Certified Autodesk Instructor.

Kennsluefni:
Kennt er á íslensku en námsefni á ensku.

Námskeiðshald er háð lágmarksþátttöku.
Námskeiðin eru skipulögð og unnin í samstarfi við NTV.
Skráning á vefsíðu NTVSKRÁNING

Markmið námskeiðsins er að þátttakendur nái góðum og jafnframt víðtækum tökum á þeim hugbúnaði sem kennt er á, fái innsýn inn í tengd kerfi og öðlist þar með dýpri skilning á hugtakinu BIM þegar það á við. Vinna verður í kjölfarið skilvirkari og nákvæmari sem skilar sér fljótt og örugglega í verðmætasköpun fyrir framtíðarverkefni fyrirtækisins.

Góð þekking starfsfólks á hugbúnaði er mikilvægasti hlekkurinn í bættri framlegð fyrirtækja.

Revit MEP / Electrical – grunnur

Námskeiðið höfðar til raflagnahönnuða.

Lengd námskeiðs:
16 kennslustundir (tveir dagar frá kl. 8.30 – 16.30).

Verð:
Kr. 150.000,-
(Afsláttur stéttarfélaga er allt að 70% á námskeiðsgjöldum).

Námskeiðslýsing:
Kennt verður á Revit MEP með Naviate Electrical (skandinavísk aðlögun). Naviate Electrical hefur að hluta til verið staðfært að íslenskum stöðlum.

Dagur 1
Byrjað á nýju verkefni, uppbygging á 3D-líkani á mismunandi vegu, skipuleggja ásýndir og vista þau, hæðarplön, sérhæfð „tips&tricks“, textaskýringar – tags, text, samvinna í einu og sama módelinu.

Dagur 2
Export/Import Dialux, upplýsingastjórnun – árekstraststjórnun, síur, hlutalistar, útprentun og útgáfa fyrir önnur kerfi, IFC grunnur og miðlun.

Day 1 – Engineering and production
Startup  a new project, Modeling using different functions, Organice view using view Templates, Ceiling plans, Engineering tips & tricks, Annotations – Tags, text, Working together on a central file
Day 2 – Handling infromation and publishing
Export / import Dialux, Information management – Collision control, Schedules, Filter, Symbolliste, Print and publish to other formats, IFC basics and export.

Upplýsingar um Naviate Electrical má finna hér.

Grunnþekking fyrir námskeið:
Grunnkunnátta í Windows og CAD vinnumhverfinu er góður kostur.

Kennari:
Rafmagnsverkfræðingur M.Sc. frá Symetri í Noregi.

Kennsluefni:
Kennt er á ensku en námsefni á sænsku eða norsku.

Námskeiðshald er háð lágmarksþátttöku.
Námskeiðin eru skipulögð og unnin í samstarfi við NTV.
Skráning á vefsíðu NTVSKRÁNING

Markmið námskeiðsins er að þátttakendur nái góðum og jafnframt víðtækum tökum á þeim hugbúnaði sem kennt er á, fái innsýn inn í tengd kerfi og öðlist þar með dýpri skilning á hugtakinu BIM þegar það á við. Vinna verður í kjölfarið skilvirkari og nákvæmari sem skilar sér fljótt og örugglega í verðmætasköpun fyrir framtíðarverkefni fyrirtækisins.

Góð þekking starfsfólks á hugbúnaði er mikilvægasti hlekkurinn í bættri framlegð fyrirtækja.

Revit MEP / Loftræsting og lagnir – grunnur

Námskeiðið höfðar til loftræsti- og lagnahönnuða.

Lengd námskeiðs:
16 kennslustundir (tveir dagar frá kl. 8.30 – 16.30).
Verð:
Kr. 150.000,-
(Afsláttur stéttarfélaga er allt að 70% á námskeiðsgjöldum).

Námskeiðslýsing:
Kennt verður á Revit MEP með Naviate HVAC & Plumbing (skandinavísk aðlögun). Þátttakandinn verður fullfær til þess að taka þátt í verkefnum með reyndari notendum Revit MEP við lagna- og loftræstihönnun. Farið yfir grunnatriði í Revit við uppsetningu á 3D-líkani.

Inniheldur:
Eftir að námskeiði lýkur geta þátttakendur:
• Heildarmyndin er varðar grunnatriði og flæði með Revit módel.
• Uppbygging á loftræsti- og lagnakerfi með Revit MEP.
• Meðhöndlað lagnafittings.
• Meðhöndlað system/systembrowser.
• Worksharing – samvinna í einu og sama módelinu.
Með Revit og Naviate ná hönnuðir góðu forskoti í við uppbyggingu upplýsingarmódels (BIM). Öflugt námskeið tryggir þér skilvirkara vinnuflæði við hönnun og gerð 3D byggingarlíkans og –töflugerða.
Upplýsingar um Naviate HVAC & Plumbing má finna hér.
Grunnþekking fyrir námskeið
Grunnkunnátta í Windows og CAD vinnumhverfinu.

Kennari:
Verkfræðingur frá Symetri í Noregi.

Kennsluefni:
Kennt er á ensku en námsefni á sænsku eða norsku.

Námskeiðshald er háð lágmarksþátttöku.
Námskeiðin eru skipulögð og unnin í samstarfi við NTV.
Skráning á vefsíðu NTVSKRÁNING

Markmið námskeiðsins er að þátttakendur nái góðum og jafnframt víðtækum tökum á þeim hugbúnaði sem kennt er á, fái innsýn inn í tengd kerfi og öðlist þar með dýpri skilning á hugtakinu BIM þegar það á við. Vinna verður í kjölfarið skilvirkari og nákvæmari sem skilar sér fljótt og örugglega í verðmætasköpun fyrir framtíðarverkefni fyrirtækisins.

Góð þekking starfsfólks á hugbúnaði er mikilvægasti hlekkurinn í bættri framlegð fyrirtækja.

AutoCAD – grunnur

Námskeiðið höfðar til þeirra sem vilja nýta styrk AutoCAD til að vinna 2D teikningar og tæknilegar skráningar til útgáfu. Þátttakendur læra að skila málsettum teikningum, í réttum skala, með texta ásamt laguppbyggingu. Tákn, blokkir, skölun, uppsetning og útprentun.

Lengd námskeiðs:
24 kennslustundir (þrír dagar eða sex hálfir dagar eftir hádegi).

Verð:
Kr. 150.000,-
(Afsláttur stéttarfélaga er allt að 70% á námskeiðsgjöldum).

Námskeiðslýsing (sýnishorn):
• Kynning á AutoCAD notendaviðmótinu.
• 2D teikningar og hnitakerfi.
• Helstu skipanir í AutoCAD.
• Kynning á AutoCAD hjálparaðgerðum til þess að ná að teikna á ásættanlegan hátt.
• Skipanir til þess að afrita og breyta.
• Hvernig eru blokkir og tákn með eigindum búin til og endurnotkun þeirra.
• Hvernig eru teikniblöð/layout og mælistokkur fyrir teikningar sett upp.
• Textun og málsetningar.
• Kynning á útskriftar- og kynningarskipunum.
• ofl.

Grunnþekking fyrir námskeið:
Grunnkunnátta í Windows umhverfinu.

Kennari:
Viðurkenndur starfsmaður Snertils.
Kennsluefni:
Kennt er á íslensku en námsefni á ensku.

Námskeiðshald er háð lágmarksþátttöku.
Námskeiðin eru skipulögð og unnin í samstarfi við NTV.
Skráning á vefsíðu NTV – SKRÁNING

Markmið námskeiðsins er að þátttakendur nái góðum og jafnframt víðtækum tökum á þeim hugbúnaði sem kennt er á, fái innsýn inn í tengd kerfi og öðlist þar með dýpri skilning á hugtakinu BIM þegar það á við. Vinna verður í kjölfarið skilvirkari og nákvæmari sem skilar sér fljótt og örugglega í verðmætasköpun fyrir framtíðarverkefni fyrirtækisins.

Góð þekking starfsfólks á hugbúnaði er mikilvægasti hlekkurinn í bættri framlegð fyrirtækja.

Autodesk Infraworks 360

Hentar öllum sem vinna að forhönnun og greiningu á samfélagsinnviðum.

Lengd námskeiðs:
8 kennslustundir (tveir hálfir dagar eftir hádegi).

Verð:
Kr. 90.000,-

(Afsláttur stéttarfélaga er allt að 70% á námskeiðsgjöldum).

Námskeiðslýsing:

Snertill kennir á Autodesk Infraworks 360 hugbúnaðinn fyrir forhönnun og gerð 3D mannvirkjalíkans, skipulags, landupplýsinga og töflugerða því tengdu. Á námskeiðinu kynnast þátttakendur mikilvægi þess hvað góð og ítarleg forhönnun hefur mikil og góð áhrif.

Eftir námskeiðið geta þátttakendur afgreitt eftirfarandi:

Helstu atriði Infraworks 360 ma. innsetning gagna, gögn og lög (layers), punktaskrár (pointclouds), hönnunartillögur, hönnun vega, magntökur og áætlanir, myndir og myndbönd, fitjur (features), innsetning þrívíddargagna, stílar, greiningar, storyboard, samspil, gagnvirk tengsl Infraworks 360 og Civil 3D og síðast en ekki síst útgáfa tillagna og samstarf verkefnateymis með A360.

Grunnþekking fyrir námskeið:
Grunnkunnátta í Windows og CAD vinnumhverfinu.

Kennari:
Birgir Már Arnórsson, verkfræðingur hjá Snertli.

Námskeiðshald er háð lágmarksþátttöku.
Námskeiðin eru skipulögð og unnin í samstarfi við NTV.
Skráning á vefsíðu NTV – SKRÁNING

Markmið námskeiðsins er að þátttakendur nái góðum og jafnframt víðtækum tökum á þeim hugbúnaði sem kennt er á, fái innsýn inn í tengd kerfi og öðlist þar með dýpri skilning á hugtakinu BIM þegar það á við. Vinna verður í kjölfarið skilvirkari og nákvæmari sem skilar sér fljótt og örugglega í verðmætasköpun fyrir framtíðarverkefni fyrirtækisins.

Góð þekking starfsfólks á hugbúnaði er mikilvægasti hlekkurinn í bættri framlegð fyrirtækja.

AutoCAD Civil 3D – grunnnámskeið

Sérsniðið fyrir vega-, lagna-, skipulags og landhönnuði.

Lengd námskeiðs:
20 kennslustundir (tveir og hálfur dagur).

Verð:
Kr. 200.000,- (erlendur kennari)
(Afsláttur stéttarfélaga er allt að 70% á námskeiðsgjöldum).

Námskeiðslýsing:
Snertill kennir á AutoCAD Civil 3D hugbúnaðinn fyrir hönnun og gerð 3D mannvirkjalíkans, skipulags, landupplýsinga og töflugerða því tengdu. Meðfram því verður stuðst við Reforma (íslensk aðlögun) og hvernig tenging (verkflæði) við önnur BIM forrit og þjónustur á sér stað.

Eftir að námskeiði lýkur geta þátttakendur:
Nýtt sér grunneiginleika AutoCAD Civil 3D kerfisins ásamt Reforma. Útskýrt ávinninginn með notkun BIM aðferðafræðinnar. Unnið með grunnskjöl (e. template) – Íslenskir stílar fyrir Civil 3D hluti, texta og töflur. Gerð stíla, laga, línugerða og blokka sem henta fyrir hverskonar vinnu við vega- og gatnahönnun ofl.. Séð um teikningagerð (e. Plan Production) að útbúa mismunandi teikningar til útgáfu (planmyndir, langsnið, sneiðingar). Fengið kynningu á veghönnunarstöðlum (e. Corridor Design Standard). Fyllt út magntökuskýrslur (e. Quantities Reports) – Ýmsar skrár sem bjóða upp á útskriftir á skýrsluformi.  Gagnvirkar töflur í hönnunarteikningum sem sækja gögn í rauntíma úr hönnunarlíkaninu. Hönnunarsnið (e. Assemblies) – Reforma fylgja nokkur fyrirfram skilgreind hönnunarsnið fyrir vegi/götur.  Einnig hönnunarsnið sem nýtast við hönnun gatnamóta. Tekið saman magnútreikningar (e. Pay Item Data) – Verkfæri til að auðvelda notanda að magntaka. Hlutir er flokkaðir niður og úthlutað númeri/nafni (e. Pay-Item) sem síðan er hægt að tengja við verðbanka til að vinna kostnaðaráætlun.

Upplýsingar um Reforma fyrir Civil 3D (íslensk aðlögun) má finna hér.

Grunnþekking fyrir námskeið.
Grunnkunnátta í Windows og CAD vinnumhverfinu er góður kostur.

Kennari:
Thomas Nilsson, verkfræðingur hjá Symetri. (Thomas vann ma. að uppsetningu Reforma fyrir Civil 3D með Snertli. Hann þekkir því vel til íslenskra aðstæðna).

Kennsluefni:
Kennt er á ensku en námsefni á sænsku eða norsku.

Námskeiðshald er háð lágmarksþátttöku.
Námskeiðin eru skipulögð og unnin í samstarfi við NTV.
Skráning á vefsíðu NTVSKRÁNING

Markmið námskeiðsins er að þátttakendur nái góðum og jafnframt víðtækum tökum á þeim hugbúnaði sem kennt er á, fái innsýn inn í tengd kerfi og öðlist þar með dýpri skilning á hugtakinu BIM þegar það á við. Vinna verður í kjölfarið skilvirkari og nákvæmari sem skilar sér fljótt og örugglega í verðmætasköpun fyrir framtíðarverkefni fyrirtækisins.

Góð þekking starfsfólks á hugbúnaði er mikilvægasti hlekkurinn í bættri framlegð fyrirtækja.

AutoCAD Map 3D – grunnnámskeið

Sérsniðið fyrir notendur landupplýsingakerfa og gagnagrunnsvinnslu í CAD umhverfi.

Lengd námskeiðs:
16 kennslustundir (tveir dagar eða fjórir hálfir dagar eftir hádegi).

Verð:
Kr. 120.000,-
(Afsláttur stéttarfélaga er allt að 70% á námskeiðsgjöldum).

Námskeiðslýsing:
Snertill kennir á AutoCAD Map 3D hugbúnaðinn fyrir forhönnun og gerð 3D mannvirkjalíkans, skipulags, landupplýsinga og töflugerða því tengdu. Aðgengi, greiningar og skiptast á CAD og GIS gögnum fyrir áætlanagerð, forhönnun, yfirsýn og stjórnun ákvarðana. Einnig verður hugtakið Building Information Modeling (BIM) kynnt og hvernig tenging þess (verkflæði) við önnur BIM forrit og þjónustur á sér stað.

Landupplýsingakerfis- og korta hugbúnaður AutoCAD® Map 3D hugbúnaðurinn veitir aðgang að land- og kortaupplýsingum sem hægt er að nota við skipulagningu, hönnun og gagna úrvinnslu. Hægt er að notast við þau módel sem fyrir eru og CAD tólin innan hugbúnaðarins til að sérsníða að þeim stöðlum sem ríkja á svæðinu. Samþætting landupplýsinga mun bæta gæði, framleiðni og fasteigna umsýslu fyrirtækisins .

Model-based GIS and mapping software AutoCAD® Map 3D software provides access to GIS and mapping data to support planning, design, and data management. Intelligent models and CAD tools help you to apply regional and discipline-specific standards. Integration of GIS data with your organization helps to improve quality, productivity, and asset management.

Grunnþekking fyrir námskeið:
Grunnkunnátta í Windows og CAD vinnumhverfinu er góður kostur.

Kennari:
Birgir Már Arnórsson, verkfræðingur hjá Snertli.

Námskeiðshald er háð lágmarksþátttöku.
Námskeiðin eru skipulögð og unnin í samstarfi við NTV.
Skráning á vefsíðu NTV – SKRÁNING

Markmið námskeiðsins er að þátttakendur nái góðum og jafnframt víðtækum tökum á þeim hugbúnaði sem kennt er á, fái innsýn inn í tengd kerfi og öðlist þar með dýpri skilning á hugtakinu BIM þegar það á við. Vinna verður í kjölfarið skilvirkari og nákvæmari sem skilar sér fljótt og örugglega í verðmætasköpun fyrir framtíðarverkefni fyrirtækisins.

Góð þekking starfsfólks á hugbúnaði er mikilvægasti hlekkurinn í bættri framlegð fyrirtækja.

Autodesk Robot Structure Analysis (RSA)

Námskeiðið höfðar til verk- og tæknifræðinga á sviði burðarvirkis.

Lengd námskeiðs:
16 kennslustundir (tveir dagar).

Verð:
Kr. 150.000,- (erlendur kennari).
(Afsláttur stéttarfélaga er allt að 70% á námskeiðsgjöldum).

Námskeiðslýsing:
Byrjað verður á því hvernig módel eru sett upp í RSA ásamt öðrum grundvallaratriðum. Fljótlega verður þátttakandinn kominn með góða yfirsýn yfir hugbúnaðinn, notendaviðmót, uppbyggingu og tengingar við CAD og annan hugbúnað.

Tilgangurinn með námskeiðinu er að þátttakandinn fái góða mynd af RSA og geti þannig sjálfstætt framkvæmt útreikninga fyrir mismunandi aðstæður, skoðað niðurstöður bæði grafískt og með hjálp af töflum til þess að útbúa skýra útreikningsniðurstöður.

Smellið hér til að fá stutta kynningu á Robot Structural Analysis

Þátttakandi kemur til með að vinna með stál til þess að fá innsýn í málsetningaraðferðir fyrir stálprófíla. Einnig vinna með Provided/Required járnun til að fá dýpri skilning í járnamódúlnum í RSA og aðrar stillingar sem mikilvægar eru með tilliti til þess að fá nákvæmari niðurstöður.

Fyrsta daginn vinnum við með stál- og steypuramma jafnt sem „standard static“.

Annan daginn er fókusinn á skeljaeiningar, veggi og gólf auk undirstöðusúlna.

Innihald:

 • Notendaviðmót | Sköpun líkana
 • Meðhöndlun á undirstöðum og „releases“ | Vinnuaðferðir við gerð „mesh“
 • Meðhöndlun á sjálfvirkum og handvirkum álagstilfellum með aðstoð hópvals og skyldleika.
 • Niðustöður, línurit og töflur | Málsetning á stálrömmum og hnitapunktum e.joints.
 • „Provided/Required“ járnun á steyptum römmum, veggjum/gólfum og undirstöðum .
 • Skýrslugerð á eigin niðurstöðum | Kynning á Revit – Robot tengingu.

Grunnþekking fyrir námskeið:
Grunnkunnátta í Windows og CAD vinnumhverfinu.

Kennari:
Verkfræðingur frá Symetri.

Kennsluefni:
Kennt er á ensku en námsefni á sænsku eða norsku.

Námskeiðshald er háð lágmarksþátttöku.
Námskeiðin eru skipulögð og unnin í samstarfi við NTV.
Skráning á vefsíðu NTV – SKRÁNING

Markmið námskeiðsins er að þátttakendur nái góðum og jafnframt víðtækum tökum á þeim hugbúnaði sem kennt er á, fái innsýn inn í tengd kerfi og öðlist þar með dýpri skilning á hugtakinu BIM þegar það á við. Vinna verður í kjölfarið skilvirkari og nákvæmari sem skilar sér fljótt og örugglega í verðmætasköpun fyrir framtíðarverkefni fyrirtækisins.

Góð þekking starfsfólks á hugbúnaði er mikilvægasti hlekkurinn í bættri framlegð fyrirtækja.

Nánari upplýsingar:
Árni Guðmundur Guðmundsson
Sölustjóri
Beint númer: 575 9107
E-mail: arni(hjá)snertill.is