Infrapath 2014

Infrapath2014ibua

 

Einfaldleiki, hraði, frelsi, aðgengi, upplýsingar hvar og hvenær sem er, sparnaður er verðmæti!

Kortavefur fyrir almenning og fagfólk. Notendavæn skýþjónusta til að nálgast kortagögn, fróðleik, almennar upplýsingar og tækniupplýsingar. Þar má gera margvíslegar greiningar beint yfir veraldarvefinn. Skilvirk vinnu- og verkflæði, með auknum samskiptum innri og ytri teyma við innsetningu gagna næst kostnaður niður bæði í leit og miðlun þeirra.

Infrapath er skýþjónusta sameinar hreyfanlegar vinnustöðvar og bætir samskiptin við viðskiptavini.

Sérfræðingar um kort- og landupplýsingar á vefnum krefjast hraðari nýsköpunar, meiri sveigjanleika í þróunarverkfærum og lægri kostnaðar. Með vel hönnuðu landupplýsingakerfi á vefnum opnast möguleikar á að skiptast á landupplýsinga- og hönnunargögnum. Infrapath, sem byggir á Autodesk Infrastructure Map Server, hjálpar sérfræðingum í ráðgjafahópum að taka betri ákvarðanir en áður.

Infrapath opnar leiðir til að nálgast kortagögn og gera greiningar yfir veraldarvefinn. Þannig næst kostnaður niður bæði í leit gagna og fljótu aðgengi. Njótið skilvirks verkflæðis, aukinna samskipta með innra teymi, samskipta við hreyfanlegar vinnustöðvar og betri samskipta við viðskiptavini.

Infrapath 2014 fyrir sveitarfélög, hafnir og skilda starfsemi
Infrapath er þróað fyrir og í samvinnu við sveitarfélög og skilda starfsemi. Kerfið heldur utan um kortagrunn sem tengist gagnagrunnum af ýmsu tagi og frá mismunandi aðilum. Þannig er hægt að nálgast upplýsingar um skipulagsmál, íbúa, fasteignir, götur, opin svæði, lagnir, þjónustu og fleira. Ennfremur er hægt að nálgast upplýsingar úr korti eftir mismunandi leiðum.

Infrapath er á þremur tungumálum sem eru enska, sænska, og íslenska. Mjög auðvelt er að bæta við fleiri tungumálum ef viðskiptavinur óskar. Danska er væntanleg.

Uppbygging grunngagna
Gagnauppbygging í Infrapath er samkvæmt handbókum. Fyrri handbókin tekur á hönnunarþættinum og hvernig skal skila gögnum til verkkaupa (sveitarfélagsins). Síðari handbókin tekur á því hvernig skal taka á móti gögnum, meðhöndla þau á líftíma landupplýsinga og síðan hvernig skal afhenda gögnin í framtíðarverkefni. Fyrri handbókin er leiðbeinandi en sú síðari tekur á vinnuferlum. Fyrri handbókin miðar við notkun AutoCAD Civil 3D og sú síðari miðar við AutoCAD Map 3D (Topobase).

Gert er ráð fyrir að taka við gögnum úr öðrum kerfum sem tilbúnum landupplýsingagögnum. Þar má nefna kerfi eins og ArcInfo, ArcView, MapInfo og fleiri.

Auðvelt í notkun
Infrapath (Autodesk Infrastructure Map Server) styður netvafra eins og Internet Explorer, Safari, Firefox, Opera og Google Chrome. Infrapath er mjög auðvelt í notkun og höfðar umhverfi þess til þekktra vörutegunda eins og Microsoft Outlook, Outlook Web Access, Microsoft Navision og fleiri kerfa. Mjög góð hjálp er með kerfinu sem skýrir notkun á valmyndum, skipanastiku og með hægri smellingu á mús í korti.

Hafðu samband