Stefna og markmið

Snertill selur, þjónustar og aðlagar Autodesk kerfi fyrir íslenskan markað auk þess að þróa og aðlaga landupplýsingakerfi fyrir sveitarfélög og hafnir sem byggja á tækni frá Autodesk. Snertill selur einnig og þjónustar kerfi frá þriðja aðila sem vinna með kerfum Autodesk. Snertill er Autodesk Authorized Reseller, Autodesk Certification Center, Autodesk Development Network og Autodesk Authorized Training Center.

Meginmarkmið Snertils er sala, þjónusta, ráðgjöf og þjálfun á sviði bygginga- og mannvirkjahönnunar, landupplýsinga og miðlunar og skemmtiiðnaðar. Fyrirtækið þjónustar sveitarfélög og hafnir, orkufyrirtæki, arkitekta- og verkfræðifyrirtæki, leikjaframleiðendur, framleiðendur bíómynda og auglýsinga, fasteignaeigendur, verktaka og aðra aðila sem vilja nýta sér tæknina á áður nefndum sviðum og jaðarsviðum.

Snertill veitir ráðgjöf á sviði mannvirkjahönnunar, bygginga, vega og skipulags svo eitthvað sé nefnt. Snertill býður upp á lausnir á hönnunarstigi, framkvæmdastigi og rekstrarstigi. Séð er til þess að gögn haldi verðmætum sínum frá fyrsta degi í hönnun með skipulagi, aðlögun og lausnum. Þannig öðlast gögnin líf og eru notuð til magntöku, verðútreikninga á mismunandi stigum og viðhalds.

Snertill er dreifi- og söluaðili á Norðurlöndum á kerfum frá FM-Systems sem eru til skipulags allt frá hönnun til rekstur bygginga. Þannig tengist BIM ferlið frá skipulagi hönnunar yfir í hönnun og þaðan yfir í reyndarlíkan á byggingarstað. Reyndarlíkanið er síðan lesið inn i FM-System þaðan sem öllum rekstri byggingarinnar/hússins er stjórnað. FM-System skiptist niður í eftirfarandi kerfi: Rýmisstjórnun, Eignastýring, Flutningsstjórnun, Verkefnastjórnun, Viðhaldsstjórnun, Rýmisbókanir, Stefnumótun, Sjálfbærni, Fasteign og Farsíma.

Snertill selur einnig og þjónustar skanna og hugbúnað til þess að skanna inn teikningar og til skráningar og utanumhalds um gagnagrunna fyrir teikningar. Þannig fæst lausn sem þjónar bæði vistun gagna og aðgangi gagna fyrir Infrapath á sviði bygginga og landupplýsinga. Ennfremur tengjast gagnagrunnar þeim aðilum sem þörf er að tengjast eins og Fasteignamati ríkisins og öðrum stjórnsýslukerfum.

Meðal íslenskra aðlagana sem Snertill selur og þjónustar má nefna:

  • Reforma íslensk aðlögun fyrir Revit Architecture
  • Reforma íslensk aðlögun fyrir AutoCAD Civil 3D
  • Reforma íslenska aðlögun fyrir AutoCAD Map 3D/Oracle
  • Reforma fjöltungumála aðlögun fyrir Autodesk Infrastructure Map Server

Gagnagrunnslíkan í landupplýsingakerfi Autodesk með Reforma íslenskri aðlögun er nefndur Infrapath. Infrapath er til fyrir sveitarfélög og hafnir og auðvelt að nýta fyrir eins og iðnað og fleira.

Meðal kerfa frá Autodesk með viðbótum frá þriðja aðila má nefna Revit Architecture með Naviate, Revit Structure með Naviate, Revit MEP  með Naviate, Autodesk Robot Structural Analysis, AutoCAD Map 3D, AutoCAD Civil 3D með Naviate, Autodesk Infrastructure Map Server, Autodesk 3ds Max, Autodesk Maya, Autodesk Motion Builder, Autodesk Mudbox og AutoCAD LT.  Meðal kerfa frá öðrum aðilum má nefna Novapoint, WiseImage og FM System.