Reforma – íslenskar aðlaganir

Snertill hefur selt, sett upp, aðlagað og haldið námskeið fyrir Autodesk og fleiri hugbúnaðarfyrirtæki á íslenska markaðnum um árabil.
Fyrirtækið er með góða reynslu af því hvernig byggja skal upp íslenska aðlögun sem óskað er eftir fyrir almenna notendur. Náið samstarf með viðskiptavinum er að sjálfsögðu lykillinn að góðum og öflugum framgangi. Fyrirtækið hefur því bestu forsendurnar og þá reynslu sem krefst til að útbúa aðlaganir sem hentar best hverju fagsviði.

Reforma er stöðugt í þróun og byggist á ábendingum og tillögum notenda aðlögunarinnar.
Nýjar útgáfur af Reforma koma í kjölfar uppfærslu hjá Autodesk.

Reforma - íslensk aðlögun fyrir Autodesk Revit

Íslensk aðlögun fyrir Revit
BIM – aðlögun fyrir mannvirkjahönnuði á íslenskum markað.

Reforma er íslensk aðlögun fyrir Autodesk Revit, þróuð og uppsett af Snertli. Þar má finna gagnamöppur og forstillt sniðmát sem koma mannvirkja-hönnuðum fyrr í gang á fljótvirkari og skilvirkari hátt. Í Reforma fyrir Revit er að finna safn fullgerðra byggingahluta, -merkinga og -teikniblaða ásamt flýtilyklum, efnismyndaskrár, hjálpargögn og leiðbeiningar. Þar má finna forsniðið grunnskjal sérsniðið til notkunar í íslenskum verkefnum, fyrir húsa-hönnuði, fasteignaeigendur og verktaka.

Reforma fyrir Autodesk Revit inniheldur:

Grunnskjal:
Íslenskuð vörp (e.Views), uppsett teikniblöð (e.Sheets) með teikningahaus, málsetningarstílar, textastílar, merkingar (e.Annotations) og Project Units, gildi (e.Parameters) sem lesa upplýsingar úr teikningahausum (sem uppfylla íslenskar kröfur) og úr Familyum. Einnig eru uppsettar magntöluskrár og töflur (e.Schedules), íslenskuð efni og efnissöfn (e.Material Libraries), sól- og skuggastillingar, íslenskaðar áfangaskiptingar (e.Phases), viðbættar uppsetningarstillingar/-síur (e.filter) fyrir Project Browser, síur fyrir hurðir með brunamótstöðukröfum, litaplön (e.Color Scheme), textaskýringar (e.Keynotes) ásamt völdum Familyum úr hinu íslenska safni (e.Familiy Libraries).

Familyur:
Veggir, hurðir, gluggar, súlur bitar, þaksperrur, plötur, loft, þök, stigar, handrið, prófílar og allar helstu merkingar fyrir byggingahluti, brotlínur, hornpóstareiknir, grafískir skalar, kótar, mátlínumerkingar, Norðurpílur, snið- og deilitákn, svæða- og rýmismerkingar ásamt fleiru.

Annað:
Hjálparskjal bæði sem netútgáfa (þar sem notendur finna alltaf nýjustu/ uppfærðar upplýsingar og geta tjáð sig í gegnum athugasemdarkerfi) og staðbundin skrá ef notandi vinnur án nettengingar, Shared parameters skrá, textaskýringarskjal fyrir ónafngreinda veggi, Excel skrá sem hægt er að bæta inn í efnum fyrir textaskýringar (e.keynoting), tillöguskjal að glugga-nafngiftum og mynsturskrár (e.hatch). Fjórir gagnabankar af íslenskuðum efnum og eiginleikum (e. Materials and Assets) fyrir renderingar og orkuútreikninga.

Reforma App:
Snertill hefur hafið þróun á viðbótaraðgerðum og – forritum (AddIns) ofan á Revit. Nýr flipi í Revit Ribbons sem ber heiti aðlögunarinnar þ.e. Reforma. Reforma flipinn inniheldur panela með mismunandi verkfærum og flýtivísum á algengustu gögn innan aðlögunarinnar. Í Reforma App er að finna verkfæri sem les opnunaráttir (Hægri/Vinstri) þegar Flip Control er notað. Opnunaráttir birtast sjálfkrafa í töflu íslensku aðlögunarinnar.

Á Youtube-rás Snertils má finna kennslumyndbönd á Reforma, sjá hér.

Reforma - íslensk aðlögun fyrir Autodesk Civil 3D

Íslensk aðlögun fyrir Autodesk AutoCAD Civil 3D
BIM – aðlögun fyrir byggðatækni á íslenska markaðnum.
Veg- og lagnahönnun, mælingar, lóðablöð og skipulagsgerð.

Reforma er íslensk aðlögun sem er viðbót fyrir AutoCAD Civil 3D, þróað og uppsett af Snertli. Í Reforma er að finna gagnamöppur og forstillt sniðmát. Þannig kemst hönnuður strax í gang með hönnunarvinnu og getur notað AutoCAD Civil 3D á fljótvirkari og skilvirkari hátt.

Reforma fyrir AutoCAD Civil 3D inniheldur:

Grunnskjal (e. template) – Íslenskir stílar fyrir AutoCAD Civil 3D hluti, texta og töflur.  Í Reforma fylgja ýmsar gerðir stíla, laga, línugerða og blokka sem henta fyrir hverskonar vinnu við m.a. vega- og gatnahönnun, veituhönnun, lóðablaðagerð, skipulagsgerð, mælingar.
Veitur (e. Pipe Catalog/Structure Catalog) – Mappa með ýmsum lagna og brunna hlutum sem samsvara „Part List“ í grunnskjali.
Teikningagerð (e. Plan Production) – Mappa með grunnskjölum til að útbúa mismunandi teikningar til útgáfu (planmyndir, langsnið, sneiðingar).
Veghönnunarstaðlar (e. Corridor Design Standard) – Með Reforma fylgir norskur, sænskur og danskur veghönnunarstaðall fyrir plan, langsnið og þverhalla.
Magntökuskýrslur (e. Quantities Reports) – Ýmsar skrár sem bjóða upp á útskriftir á skýrsluformi.  Gagnvirkar töflur í hönnunarteikningum sem sækja gögn í rauntíma úr hönnunarlíkaninu.
Hönnunarsnið (e. Assemblies) – Reforma fylgja nokkur fyrirfram skilgreind hönnunarsnið fyrir vegi/götur.  Einnig hönnunarsnið sem nýtast við hönnun gatnamóta.
Magnútreikningar (e. Pay Item Data) – Verkfæri til að auðvelda notanda að magntaka.  Hlutir er flokkaðir niður og úthlutað númeri/nafni (e. Pay-Item) sem síðan er hægt að tengja við verðbanka til að fá kostnaðar áætlun.
Handbók hönnuða (Infrapath gagnaupplýsingalíkan) – Handbók þessi lýsir rafrænu gagnaupplýsingalíkani sem nefnt er “Infrapath gagna-upplýsingalíkan”. Gagnaupplýsingalíkanið inniheldur þætti eins og gerð og uppbyggingu teikninga, skil til verkkaupa og dreifingu. Með betra skipulagi er þannig komið í veg fyrir villur og óhagræði við úrvinnslu gagna.

Reforma er stöðugt í þróun og byggist á ábendingum og tillögum notenda hugbúnaðarins.
Nýjar útgáfur af Reforma koma í kjölfar uppfærslu hjá Autodesk.

Nánari upplýsingar:
Allar frekari upplýsingar er að fá hjá byggðatæknisviði Snertils.

Reforma - íslensk aðlögun fyrir Autodesk AutoCAD Map 3D

BIM – aðlögun fyrir landupplýsingar á íslenska markaðnum.
Fyrir sveitarfélög, hafnir, stofnanir, iðnaðarfyrirtæki, verkfræðistofur og fleiri.

Reforma er íslensk aðlögun sem er viðbót fyrir AutoCAD Map 3D og Oracle, þróuð og uppsett af Snertli. Í Reforma er að finna gagnalíkön og forstillt eyðublöð og skýrsluform. Þannig kemst starfsfólk við landupplýsingavinnslu strax í gang með öfluga gagnavinnslu og getur notað AutoCAD Map 3D á margfalt fljótvirkari og skilvirkari hátt.

Reforma fyrir AutoCAD Map 3D innihalda eftirfarandi:

Gagnalíkön fyrir fasteignaskráningu, landmælingar og hluta veitna koma stöðluð með AutoCAD Map 3D sem eru síðan aðlöguð íslenskum aðstæðum. Önnur líkön eru sköpuð sem hluti af íslenskri aðlögun.

Veitur Allar veitur, vatnsveita, fráveita, rafveita og gas hefur verið aðlagað.
Fyrir hitaveitu hefur gagnlíkan verið skapað fyrir íslenskar aðstæður.
Fasteignir Gagnalíkanið hefur verið aðlagað að íslenskum aðstæðum.
Lóðir Gagnalíkan hefur verið skapað og aðlagað að íslenskum aðstæðum.
Götur Gagnalíkan hefur verið skapað og aðlagað að íslenskum aðstæðum.  Grunnuppbygging skráð sem og allar malbiksframkvæmdir og viðhald.
Gangstígar og gangstéttir Gagnalíkan hefur verið skapað og aðlagað að íslenskum aðstæðum. Samskonar skráning og undir götum.
Landflákar Gagnalíkan hefur verið skapað og aðlagað að íslenskum aðstæðum. Grunngögn í landlíkani.
Fasteignaumsýsla Gagnalíkan hefur verið skapað og aðlagað að íslenskum aðstæðum til innskráningar einfaldrar fasteignaumsýslu.
Lóðaumsýsla Gagnalíkan tengt lóðalíkani. Hér fer fram innskráning lausra lóða, sala og úthlutun.
Lóðablöð Gagnalíkan hefur verið skapað og aðlagað að íslenskum aðstæðum.  Vistun lóðablaða lesin ma. úr AutoCAD Civil 3D.
Opin svæði og umhirða Gagnalíkan hefur verið skapað og aðlagað að íslenskum aðstæðum.  Skráning grænna svæða og umsýsla umhirðu.
Fornleifar Gagnalíkan hefur verið skapað sem tengist við fornleifaskrá.
Umferðamerki Gagnalíkan hefur verið skapað og aðlagað að íslenskum aðstæðum. Í gagnalíkani eru ma. öll íslensk umferðarskilti.
Mælipunktar Gagnalíkan hefur verið aðlagað að íslenskum aðstæðum. Í líkani eru allar mælingar vistaðar.
Hæðar- og dýptarlínur Gagnalíkan hefur verið skapað og aðlagað að íslenskum aðstæðum.  Hæðarlínur eru vistaðar í líkani þessu sem og dýptarlínur (Hafnarmannvirki).
Slysabanki Gagnalíkan hefur verið skapað og aðlagað að íslenskum aðstæðum. Tenging er við slysabanka Samgöngustofu.
Hafnarmannvirki Kerfi séraðlagað að þörfum viðkomandi hafnar.

Handbók fyrir vinnslu landupplýsinga
 – Handbók þessi lýsir landupplýsingalíkani sem nefnt er “Infrapath landupplýsingalíkan”. Landupplýsingalíkanið inniheldur áður nefnd gagnalíkön og lýsir hvernig skal haga vinnu við þau. Með betra skipulagi er komið í veg fyrir villur og óhagræði við úrvinnslu gagna.

Reforma er stöðugt í þróun og byggist á ábendingum og tillögum notenda aðlögunarinnar.
Nýjar útgáfur af Reforma koma í kjölfar uppfærslu hjá Autodesk.

Reforma - íslensk aðlögun fyrir AIMS

Íslensk aðlögun fyrir Autodesk Internet Map Server
Dreifing landupplýsinga til viðskiptavina á íslenska markaðnum.
Fyrir sveitarfélög, hafnir, stofnanir, iðnaðarfyrirtæki, verkfræðistofur og fleiri.

Reforma AIMS er íslensk aðlögun og viðbót fyrir Autodesk Infrastructure Map Server/Oracle, þróuð og uppsett af Snertli. Í Reforma AIMS er að finna tengingar við gagnalíkön og forstillt eyðublöð og skýrsluform. Þannig verður öll dreifing landupplýsinga auðveld og margfalt fljótvirkari og skilvirkari.

Reforma fyrir AIMS inniheldur ma. eftirfarandi tengingar:

Sveitarfélag:
Íbúar Kortið tengist þjóðaskrá. Með því að velja heimili (hús) er hægt að birta fjölda íbúa og aldursbil fólks.
Fasteignir Kortið tengist fasteignaskrá. Hægt er að gera greiningar eins og að fá fasteignaupplýsingar, fjölda íbúða og fasteignamat.
Teikningar Birting byggingateikninga sem eru kallaðar fram eftir húsum.
Skipulag Birting skipulagsuppdrátta sem eru sóttir eftir hverfaskiptingu.
Götur og gangstígar Birting á uppbyggingu gatna, malbikun og snjómokstri.
Veitur Upplýsingar um veitur svo sem vatnsveitu, fráveitu, regnvatn, fjarskiptaveitur, hitaveitu, gas og rafveitur.
Þjónusta Birting á þjónustuliðum.
Lagstika – stillingar Meðhöndlun og birting á kortalögum og kortum.

Hafnir:
Lóðir
Birting lóðablaða, lóðaleigusamninga og listi yfir leigjendur.

Skipulag Birting skipulagsuppdrátta sóttir eftir heitum hverfa. Birting á framkvæmdum og dýptarlínum í höfnum.

Bryggjur og götur Birting á uppbyggingu gatna, malbikun og snjómokstri.  Umsýsla á umhirðu garða og sláttursvæða.
Mannvirki Birting fasteignaupplýsinga og fasteignamats.

Veitur Birting upplýsinga um veitur svo sem vatnsveitu, fráveitu, regnvatn, fjarskiptaveitur, hitaveitu, gas og rafveitur.
Dýpi Birting dýptarlína.
Þjónusta og búnaður Birting þjónustu og öryggisbúnaðar.  Birting á dýptarlína.
Teikningar Birting teikningasafns.
Lagstika – stillingar Meðhöndlun og birting á kortalögum og kortum.


Handbók fyrir vinnslu landupplýsinga
 – Handbók þessi lýsir landupplýsingalíkani sem nefnt er “Infrapath landupplýsingalíkan”. Landupplýsingalíkanið inniheldur áður nefnd gagnalíkön og lýsir hvernig skal haga vinnu við þau.  Með betra skipulagi er þannig komið í veg fyrir villur og óhagræði við úrvinnslu gagna.

Nánari upplýsingar:
Allar frekari upplýsingar er að fá hjá landupplýsingasviði Snertils.

Reforma fyrir Autodesk Vault

Reforma fyrir Vault er einföld leitarvél fyrir almenna notendur hjá fyrirtækjum sem nýta sér Vault.

Hafðu samband