Revizto

Hvað er Revizto?

Revizto er skýþjónustuhugbúnaður sem er ætlaður fyrir samvinnu á milli arkitekta, verkfræðinga, framkvæmdaraðila, eigendur og rekstraraðila til að miðla hönnunargögnum í þrívíddarumhverfi á einfaldan hátt.

 • Umbreytir AutoCAD, Revit, Navisworks, SketchUp o.fl. líkönum yfir í gagnvirkt 3D umhverfi sem inniheldur samvinnuverkfæri svipað og Dropbox og Google Docs.
 • Notar tölvuleikjatækni sem býður upp á gagnvirk tengsl yfir í hönnunarhugbúnaði eins og Revit þar sem notandinn stjórnar ferðinni eins og í fyrstu persónu tölvuleikjum.
 • Notar VIM (Visual Information Model) skráarsnið sem hægt er að skoða með Revizto Viewer.
 • Keyrir á mismunandi stýrikerfum eins og Windows, MAC OS, iOS og Android og notast við Unity 3D plugin sem keyrir í öllum helstu nútíma vöfrum.

Revizto samanstendur af:

Umbreytir AutoCAD, Revit, Navisworks, SketchUp o.fl. CAD & BIM líkönum yfir í létt, gagnvirkt þrívíddarumhverfi sem hægt er að deila með hverjum ser er í gegnum Revizto Workspace.

Skýþjónustugeymslusvæði sem heldur utan um Revizto líkön sem hægt er að miðla áfram til aðila sem notast við frían Revizto Viewer.

Veitir þér aðgang til að skoða og vinna með Revizto líkön í samvinnu við aðra fagaðila. Fríir skoðarar eru í boði fyrir PC, Mac, iPad, Android spjaldtölvur og netvafra.

Revizto hefur gagnvirk tengsl við Revit og Navisworks sem inniheldur meðal annars:

 • 3D model Export með sérsniðin efni (Custom Materials).
 • Export allra BIM upplýsinga.
 • Layer/Category Export sem hægt er að stjórna í Revizto.
 • Export af 2D teikniblöðum (Sheets) sem hægt er að opna í Revizto Viewer.
 • Export af rýmun (Rooms) sem hægt er að stjórna sérstaklega í Revizto.
 • Export af sjónarhornum (Viewpoints) og sneiðingum úr Revit/Navisworks.
 • Verkfæri til að búa til sjónarhorn og láréttar/lóðréttar sneiðingar í Revizto.
 • Stuðning við Oculus (Virtual Reality gleraugu).
 • Revizto Issue Tracker sem hefur full gagnvirk tengsl við Revit þannig að hvert atriði/athugasemd sem gerð hefur verið í Revizto er hægt að opna í Revit og öfugt.
 • Og margt fleira…

Revizto Issue tracker og Collaboration mode verkfærin eru einstök fyrir Revizto og eru mjög auðveld í notkun fyrir alla, notendur þurfa ekki að vera með neina sérhæfingu. Hægt er að vinna í Revizto samvinnuverkefnum í gegnum hvað tæki sem er og þarf ekki stöðuga internettengingu (eingöngu fyrir samstillingu (e.Synchronization). Einnig er hægt að rekja stöðu athugasemda í Revizto og notast við Status Report Systems.

Hafðu samband